Frá býli á borð (F2F) verkefnið miðar að því að fræða almenning um uppruna nokkurra matvæla sem við neytum. Það er markmið verkefnisins að veita innsýn í hvernig þessar matvörur eru ræktaðar, fluttar og framleiddar. Hluti af verkefninu er að framleiða áhugaverð og fræðandi myndbönd um valdar vörur, til dæmis matvörur sem fluttar eru til eða frá Íslandi og Eistlandi. Allt efni sem verður framleitt, meðan Frá Býli á borð verkefnið er í gangi, mun veita ungu fólki tækifæri að fræðast óháð menningarlegum, félagslegum eða fjárhagslegum bakgrunni. Markmið okkar er að veita kennurum og almenningi aðgengi að gæðaefni sem hægt er að nota til fræðslu. Við vonumst til að auka þekkingu ungra kynslóða á umhverfisáhrifum og kolefnisspori matvælaframleiðslu. Verkefnið er samvinna á milli íslenska fyrirtækisins Creatrix ehf., og Eistneska félagsins Youth in Science and Business Foundation (YSBF). Áætlaður tími verkefnis er 24 mánuðir.
F2F verkefnið er með tvö megin-markmið
1. Framleiða gæða kennsluefni, fræðandi myndbönd og verkefni sem auka virkni nemenda. Efnið er ætlað til þess að auðvelda kennslu og miðla til yngri kynslóða framleiðsluferlum og áhrifum þeirra með áherslu á meðvitund um sjálfbærni. Efnið mun reyna vekja hugmyndir, áhuga og vilja yngri kynslóða til þess að breyta neysluhegðun.
2. Veita kennurum aðgengi að gæða kennsluefni sem hægt er að nota í þessa fræðslu. Þetta verður að veruleika með heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast verkefnin, mynböndin og einnig verður gerður leiðarvísir fyrir kennara.
IO1: Gerð námsefnis þar á meðal 6 myndbönd byggð á matvælaframleiðslu.
IO2: Gagnvirk vefsíða á eistnesku, ensku og íslensku sem gerir ungu fólki og kennurum kleift að nota efnið sem búið er til.
IO3: Kynning til að deila og sýna myndbönd og efni sem þróað er í skólum og öðrum tengdum stofnunum.
Frá býli á borð (F2F) verkefnið mun veita ungu fólki þekkingu um ferlana í matvælaframleiðslu. Ætlunin er að efla vitund og ábyrgðartilfinningu ungs fólks með fræðslumyndböndum um framleiðsluferli matvæla. Myndböndin munu sýna söguna að baki framleiðslu þeirra matvæla sem þau borða, hvetja þau til að grípa til aðgerða og gera breytingar á eigin kolefnisspori til að hægja á loftslagsbreytingum. Verkefnið mun veita kennurum aðgengi að myndböndum og verkefnum sem hægt er að nota til að fræða ungt fólk en skortur er á slíku efni.
Program Erasmus+
Key Action: Partnerships for cooperation and exchanges of practices.
Action Type: Small-scale partnerships in school education.
Project Number: 2022-1-IS01-KA210-SCH-000082424
Verkefnið er styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á innihaldi, skoðunum eða notkun á því efni sem kemur fram í þessari útgáfu. Verkefnið endurspeglar aðeins skoðanir höfunda og ekki hægt að draga Framkvæmdastjórnina til ábyrgðar varðandi efnistök.
Copyright: 2022, F2F Consortium.