Verkefnið er samvinnuverkefni milli samstarfsaðila frá Íslandi og Eistlandi.
Creatrix ehf er íslenskt félag sem sérhæfir sig í menntamálum. Helsta starfsemi Creatrix er verkefnastjórnun í þróun innan skólakerfisins, menningar, frumkvöðla og nýsköpunnar. Creatix hefur reynslu í að vinna með sveitarfélögum og menntastofnunum á öllum stigum á Íslandi, frá leikskóla til háskóla. Creatrix hefur unnið verkefni fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og styður við frumkvöðla og listamenn. Félagið var stofnað árið 2016 og hefur eigandinn yfir 20 ára reynslu í menntamálum.
Youth in Science and Business Foundation (YSBF) er óhagnaðardrifið félag í Eistlandi sem leggur áherslu á nýjar tæknilausnir í menntun. Félagið leggur mikla áherslu á skapandi hugsun og nýsköpun og miðar að því að gera upplýsingar um vísindi, tækni, þróun og rannsóknir á upplýsingatækni aðgengilegar. Félagið hefur 21 árs reynslu í því þróun margskonar upplýsingatækni, allt frá einföldum vefsíðum til umfangsmeiri farsímaforrita. Félagið hefur boðið upp á kennslulausnir fyrir nemendur allt frá 12 ára aldri. Samhliða því hefur félagið einnig verið virkur þátttakandi í fullorðinsfræðslu og unnið með breiðum aldurshópi. YSBF er í virkri samvinnu með fjölda aðila í Estlandi sem gerir félaginu kleift að tengja skóla, menntastofnanir og íþróttafélög við verkefnin sín.
Program Erasmus+
Key Action: Partnerships for cooperation and exchanges of practices.
Action Type: Small-scale partnerships in school education.
Project Number: 2022-1-IS01-KA210-SCH-000082424
Verkefnið er styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á innihaldi, skoðunum eða notkun á því efni sem kemur fram í þessari útgáfu. Verkefnið endurspeglar aðeins skoðanir höfunda og ekki hægt að draga Framkvæmdastjórnina til ábyrgðar varðandi efnistök.
Copyright: 2022, F2F Consortium.